Háskólalestin í Fjallabyggð

Nú styttist í að Háskólahraðlestin heimsæki Fjallabyggð. Eins og greint var frá hér fyrst 31. mars þá verður fjölbreytt dagskrá í Fjallabyggð dagana 11-12. maí.

Dagskrá Háskólalestar á Siglufirði og Ólafsfirði 11. – 12. maí

Föstudagurinn 11. maí

Nemendur í grunnskólum Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sækja HUF námskeið í grunnskóla Siglufjarðar föstudaginn 11. maí 2012 frá klukkan 8:30 – 13:50. Hver nemandi velur sér þrjú ólík námskeið yfir daginn. Námskeið í boði á Siglufirði:

 • Efnafræði – Katrín Lilja Sigurðardóttir, meistaranemi í efnafræði við HÍ og meðlimur Sprengjugengisins kennir
 • Jarðfræði – Snæbjörn Guðmundsson, doktorsnemi við Jarðvísindadeild HÍ kennir
 • Nýsköpun – Þórhildur Birgisdóttir, starfsmaður Innovit kennir
 • Japanska – Asako Ichihashi, formaður japanska hópsins innan Móðurmáls, samtaka um tvítyngi kennir
 • Tómstunda- og félagsmálafræði – Tinni Kári Jóhannesson, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ kennir
 • Næringarfræði – Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ kennir

Laugardagurinn 12. maí

Vísindaveisla í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Ólafsfjarðar, laugardaginn 12. maí frá klukkan 12 – 16.

Hið landsfræga Sprengjugengi heldur sýningar, gestum gefst kostur á að fara í sýningar í Stjörnuverinu ásamt ýmsu öðru.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

Fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna!

 

Vísindaveisla í félagsheimilinu Tjarnarborg, Ólafsfirði

 • Sprengjugengið landsfræga sýnir kl. 12.30 og 14.30
 • Eldorgel og sýnitilraunir
 • Japönsk menning
 • Tæki og tól
 • Furðuspeglar og snúningshjól
 • Undur jarðar
 • Leikir, þrautir og uppákomurÓtal margt fleira að skoða, kanna og upplifa.  Stjörnutjald í Íþróttahúsinu kl. 13 til 16 og sýningar á hálftíma fresti.  Dagskrá Háskólalestar er öllum opin, aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

www.haskolalestin.hi.is