Í Ólafsfirði er nú til sölu fullbúin hárgreiðslustofa við Kirkjuveg 3.  Húsnæðið rúmlega 59 m² og er í fjölbýli sem er vel staðsett við miðbæ Ólafsfjarðar.  Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, kaffistofu, setustofu og alrými.  Vinnuaðstaða er fyrir tvo í þessu rými. Óskað er eftir tilboðum í eignina með innbúi. Húsið er byggt árið 1964 og er fasteignamatið 3,9 milljónir. Nánari upplýsingar og myndir hjá Hvammi, Eignamiðlun.  Efri hæð hússins er einnig til sölu, en það er stór hæð, rúmlega 170 m² .

Mynd: Kaupa.is, Hvammur, Eignamiðlun.