Kostnaður við snjómokstur hefur verið mikill á landinu í vetur og ekki síst á Norðurlandi. Enn snjóar og flestir eru búnir að fá yfir sig nóg af þessari hvítu hulu. Nú er að hefjast sauðburður sem ekki er árennilegt ef þessum ósköpum fer ekki að linna. Þar að auki eru margir bændur að verða heylitlir.

Gerður var samanburður á  kostnaði við snjómokstur hjá nokkrum sveitarfélögum á Íslandi frá september og fram í mars sl. og var hann borinn saman miðað við íbúafjölda. Hér kemur niðurstaðan:

 

  • Reykjavíkurborg kr. 3.840,- á íbúa.
  • Akureyrarkaupstaður kr. 5.568,- á íbúa.
  • Dalvíkurbyggð kr. 21.505,- á íbúa.
  • Grýtubakkahreppur kr. 38.889,- á íbúa.

Heimild: www.grenivik.is