Hannyrðakvöldin á bókasafninu á Siglufirði eru að hefjast aftur og verða haldin fyrsta og þriðja þriðjudag í mánuði. Fyrsta kvöldið verður þann þriðjudaginn 4. október frá kl. 20.00-22.00, og aftur 18. október.

Allir velkomnir og engin nauðsyn að vera með handavinnu.

Þetta er einn af þeim viðburðum sem erfitt var að halda úti meðan covid var við völdin en er nú kominn aftur í gang.