Hannar og smíðar handgerð skíði í Dalvíkurbyggð

Dag­ur Óskars­son er vöru­hönnuður í Dalvíkurbyggð og hef­ur hannað skíði sem hann smíðar sjálfur. Efniviðurinn er birki úr Vaglaskógi í Fnjóskárdal. Dalvíkurbyggð hefur ákveðið að semja við hann um húsnæði undir þessa framleiðslu, en það er Gæsluvallarhúsið við Svarfaðardalsbraut í Dalvíkurbyggð.  Hann var hæstbjóðandi í leiguna á húsnæðinu og er gert ráð fyrir að semja við hann til 12 mánaða um leigu á húsnæðinu.

Dagur er líklega eini skíðasmiðurinn sem starfar á Íslandi. Í viðtali við mbl.is segist hann hafa verið lengi með þessa hugmynd þar sem hann stundi mikið skíði og sé vöruhönnuður að mennt.  Skíðin eru sér­stak­lega ætluð þeim sem ganga fjöll og skíða niður ótroðnar slóðir.