Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit

Handverkshátíðin verður nú haldin í 26. sinn, í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðasveit dagana  9.-12. ágúst. Um 100 hönnuðir og handverksfólk selja fatnað, keramik, snyrtivörur, textílvörur og skart sem oftar en ekki er unnið úr rammíslensku hráefni. Á útisvæðinu er hægt að bragða á og kaupa góðgæti frá Beint frá býli auk fjölda annarra aðila. Ýmsar uppákomur eru í boði alla dagana s.s. sýning fyrir börnin, sýning á gömlum traktorum, miðaldabúðir og margt fleira. Njóttu dagsins með okkur í Eyjafjarðarsveit.

Opnunarkvöldið

Í ár verður fyrirkomulagið á kvöldvökunni aðeins með breyttu sniði. Hún verður haldin í dag, fimmtudaginn 9. ágúst, en ekki föstudagskvöldinu eins og undanfarið.  Kvöldvakan verður tileinkuð sýnendum hátíðarinnar í ár, en allir velkomnir ef þeir vilja.

Opnunarkvöldið hefst kl.19:30 og stendur til 23:00. Miðaverðið er 4.200 kr. fyrir fullorðna og 2.300 kr. fyrir börn.

Grillveisla verður í boði og þrælskemmtileg skemmtidagskrá. Veislustjóri kvöldsins verður Óli fráfarandi sveitastjóri, Andri Ívars ætlar að sjá um uppistand og svo taka Bjarkey og Þorsteinn nokkur þjóðlög.

Afhending viðurkenninga fyrir fallegasta básinn, handverksmann ársins og nýliða ársins verða einnig veittar á opnunarkvöldinu.