Handverkshátíðin í Eyjafirði opnar í 23. sinn næstkomandi fimmtudag.
Eitthvað fyrir alla fjölskylduna dagana 6.-9. ágúst.
Um 100 hönnuðir og handverksfólk selja fatnað, keramik, snyrtivörur, textílvörur og skart sem oftar en ekki er unnið úr rammíslensku hráefni. Á útisvæðinu er hægt að bragða á og kaupa góðgæti frá Beint frá býli auk fjölda annarra aðila. Ýmsar uppákomur eru í boði alla dagana s.s. tískusýningar, markaður, sýning á gömlum traktorum og miðaldabúðir.

Hátíðin er í Hrafnagilsskóla, 10 km sunnan við Akureyri.

Verksv_3