Á vormánuðum mun Hamborgarafabrikkan opna veitingastað á Akureyri á jarðhæð Hótels KEA þar sem áður var Terían (Súlnaberg). Undirbúningurinn er kominn á fullt stefnt er að því að opna um mánaðarmótin apríl/maí. Staðurinn verður heldur minni en sá sem er í Reykjavík og mun taka um 120 manns í sæti. Allar innréttingar verða með sama útliti á þessum tveimur stöðum og sami matseðill í boði.