Eigendur Hamborgarafabrikkunnar íhuga að opna útibú á Akureyri og er þessa dagana leitað að hentugu húsnæði. Gamla Súlnaberg á Hótel Kea er einn af þeim stöðum sem koma til greina, eftir því sem heimildarmenn  vefsins Vikudags kemst næst.

Hamborgarafabrikkan er í eigu þeirra Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, betur þekkta sem Simma og Jóa. Félagarnir hófu rekstur í Höfðatorgi í Reykjavík í mars árið 2010 og síðan þá hefur Fabrikkan verið einn vinsælasti hamborgarastaður landsins.

Heimild: Vikudagur.is