Hámark 10 tonna bílar mega keyra Siglufjarðarveg

Vegna hættu á slitlagsskemmdum verður viðauki 1 felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn frá kl.  8:00  þriðjudaginn 17. mars 2015 á eftirfarandi leiðum: Allir vegir í Eyjafjarðar-,  Þingeyjarsýslum og  í Húnavatnssýslu.  Í Skagafirði, á Siglufjarðarvegi(76) og  Sauðárkróksbraut (75),  frá Sauðárkróki að Siglufjarðarvegi (76).  Á Norðausturvegi (85) að Vopnafirði er viðauki 1 einnig felldur úr gildi.

Þessi takmörkun gildir ekki á Hringvegi (1), frá Holtavörðuheiði til Akureyrar og ekki á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarvegi  milli Siglufjarðar og Akureyrar.

Þetta kemur fram á  vef Vegagerðarinnar.