Hálkublettir og éljagangur eru á Öxnadalsheiði, Vatnsskarði, Þverárfjalli og í Víkurskarði. Þrátt fyrir að ekki séu margir á ferðinni þá hafa rúmlega 500 bílar ekið um Öxnadalsheiði frá miðnætti og 212 um Þverárfjallið.

Búið er að loka leiðinni frá Mývatni og Möðrudalsöræfum til Austurlands. Rafmagnslaust er nú á öllu Austurlandi.