Hallgrímur Helgason vakti lukku í Ljóðasetrinu

Hallgrímur Helgason rithöfundur, las ljóð sín á Ljóðasetrinu á Siglufirði í dag og tókst vel til. Um 25 manns mættu til að hlusta á flutning hans á nýjum og eldri ljóðum. Hann endaði svo á því að rappa fyrir gestina, sem féll í góðan jarðveg, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.

Þórarinn Hannesson forstöðumaður safnsins endaði svo dagskrána með því að flytja frumsamið lag við ljóð Hallgríms og fékk það góðar viðtökur.

Þetta kemur fram á heimasíðu Ljóðaseturs Íslands. www.ljodasetur.123.is