Vegagerðin greinir frá því að á Norðurlandi séu vegir að mestu leiti auðir þó séu hálkublettir frá Hofsós að Siglufirði, á Öxnadalsheiði og á Víkurskarði einnig á nokkrum fáfarnari leiðum.

Þá er greint frá því að vegfarendur sem fara um Þverárfjall, veg númer 744, eru beðnir að sýna aðgát. Þar er vegur mjög ósléttur og er hraði því tekinn niður í 70 km/klst.