Hálkublettir og mjög hvasst er á Öxnadalsheiði. Fnjóskadalsvegur er illfær vegna flughálku. Flughálka er einnig á Illugastaðavegi og hálkublettir nokkuð víða. Þá er gul viðvörun á Norðurlandi vestra.

Suðvestan hvassviðri, 13-18 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum til fjalla. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.