Hagkvæm gisting á Hótel Siglunesi

Hótel Siglunes á sér langa sögu en það stendur við Lækjargötu 10 á Siglufirði.  Húsið er byggt árið 1935 og hét fyrst Hótel Siglufjörður, síðar Hótel Lækur, Hótel Höfn og enn síðar Gistiheimilið Tröllaskagi.

Í dag er hægt að fá hagkvæma gistingu og fjölbreytt herbergi frá eins manns og uppí fjölskylduherbergi. Á staðnum er einnig frábær veitingastaður sem allir verða prófa. Miklar endurbætur hafa verið á hótelinu og áhersla lögð á að gera herbergin sem heimilislegust og aðstöðuna eins þægilega og hugsast getur fyrir ferðafólk. Þá hefur gestamóttakan á jarðhæð verið mikið endurbætt.

Á vef Hótel Sigluness er auðvelt að bóka herbergi og er mjög góð bókunarsíða sem gefur góðar upplýsingar um verð og stöðu herbergja. Á tímum covid getur borgað sig að hafa beint samband við hótelið og leita tilboða. Morgunverðarhlaðborðið góða hefur ekki verið opið á tímum covid eins og á öðrum hótelum.

Tveggja manna herbergi með baði kostar aðeins 18900 kr. nóttin en lækkar í 15900 kr. nóttin ef gist er í þrjár nætur.

Hótelið er á þremur hæðum en ekki er lyfta í húsinu, herbergin eru alls 19.

Mælt er með að bóka fyrirfram á veitingastaðnum, en þar er yfirleitt þétt setið hvert einasta kvöld.

Mynd frá Siglunes Guesthouse.