Hafnarstjórn samþykkir endurbætur á Siglufirði og Ólafsfirði

Hafnastjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt endurbætur á Siglufirði og Ólafsfirði.

Samþykktar tillögur fyrir Siglufjörð eru:

Nýjar flotbryggjur á Siglufjörð – 40 metrar
Garður í suðurhöfn lagfærður og gerður akfær.
Lagfæringar á malbiki að Fiskmarkaði frá Ingvarsbryggju.
Hafnarbryggja. Hún er farin að láta verulega á sjá, lagfæra þarf þekju og þil.      Hafnarstjórn óskar eftir ástandsskoðun og tillögum til úrbóta frá Siglingastofnun.
Togarabryggja. Lagt er til að alger endurnýjun verði gerð á fríholtum, skipt verður um 130 dekk á þeirri bryggju.
Hafnarhús. Taka þarf inn hitaveitu í húsnæðið, skipta um ofna og leggja hitalögn  í vigtargryfju.
Bílastæði norðan við vigtarhús verði unnið á næsta fjárhagsári.
Umhverfismál á Siglufirði verði lagfært.

Samþykktar tillögur fyrir Ólafsfjörð eru:

Nýjar flotbryggjur fyrir Ólafsfjörð lengd 40 m.
Sandfangari á Ólafsfirði verður boðinn út í janúar.
Vegur eftir grjótgarði og grjótgarður verður boðinn út í janúar.
Lagfæra þarf þekju í Vesturhöfn.
Umhverfismál.