Hafnarsaga Ólafsfjarðar í máli og myndum

Fjallabyggð skoðar þá hugmynd að veggur sem liggur út með svokölluðum öldubrjót á Ólafsfirði verði nýttur til að kynna útgerðar- og atvinnusögu Ólafsfjarðar.  Kynning yrði með þeim hætti að safnað yrði myndum og sögubrotum sem sett væru á skilti sem fest væru á vegginn. Útfærslan væri með þeim hætti að elstu sögubrot og myndir væru næst vigtarhúsi og sagan rakin í tímaröð út eftir veggnum.

Málið er í vinnslu hjá hafnarstjóra Fjallabyggðar og verður leitast við að vinna verkefnið með þeim hætti að sótt verði um styrki til undirbúnings og framkvæmdar.

Björn Þór Ólafsson í Ólafsfirði lagði þessa hugmynd fyrir bæjarstjóra Fjallabyggðar, sem lét gera minnisblað um málið sem fór svo fyrir Hafnarstjórn Fjallabyggðar.

Höfnin í Ólafsfirði