Hafnarfréttir úr Fjallabyggð

Hafnarstjórn Fjallabyggðar hefur lagt mikla áherslu á að ráðast þurfi í miklar lagfæringar á aðal löndunarhöfn Fjallabyggðar þ.e. hafnarbryggju á Siglufirði.

Það sem stefnt er að framkvæma á Siglufirði er:
Lagfæringar á þekju og umhverfi suðurhafnar. Kaup á flotbryggju við smábátahöfn.
Þá hefur Hafnarstjórn Fjallabyggðar óskað eftir kostnaðarmati á timburbryggju frá Hafnarbryggju og að togarabryggju sem væri u.þ.b. 65 metrar.

Það sem stefnt er að framkvæma á Ólafsfirði er:
Lagfæringar á þekju, götu og umhverfi við hafnarsvæði. Viðgerðir við og endurbyggja hafnargarð í Ólafsfirði þar sem framlag frá Ríkinu er tryggt.