Hafa þungar áhyggjur af ástandi rafmagnsmála í Skagafirði

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lýst yfir þungum áhyggjum með óviðunandi ástand rafmagnsmála í Skagafirði um árabil. Stór tjón hafa orðið af völdum rafmagnsleysis á síðustu 18 mánuðum og hættuástand skapast. Sveitarstórn Sveitafélagins Skagafjarðar hefur krafist þess að bætt verði úr nú þegar og hefur farið fram á fund með fulltrúum Rarik, Landsnets, ráðherra og þingmönnum kjördæmisins ásamt fulltrúum frá stærstu orkukaupendum í sveitarfélaginu.