Hafa heimsótt 548 skíðasvæði í heiminum

Í síðustu viku komu erlend hjón á Skíðasvæðið á Böggvistaðafjalli á Dalvík, en þeirra áhugamál er að heimsækja eins mörg skíðasvæðið og þau geta.   Hjónin heita John og Jewel Andrew sem hafa síðastliðin 21 ár haft það sem eitt af sínum áhugamálum að heimsækja skíðasvæði í Norður Ameríku.  Ævintýrið hófst fyrir 1997 þegar þau hjónin ákváðu að slá til og heimsækja eins mörg skíðasvæði og þau kæmust yfir. Lagt var á ráðin og ævintýrið skipulagt, og hafa notað 21 ár til að uppfylla drauma sína.

Þau hafa nú heimsótt 548 skíðasvæði á 810 skíðadögum sem dreifast á 21 ár. Ástæðan fyrir því að þau voru mætt til Íslands var að þau höfðu áttað sig á því að hluti af Íslandi og Grænlandi tilheyrði Norður-Ameríku jarðskorpuflekanum og því bættust 10 – 12 skíðasvæði við listann þeirra.

Skidalvik.is greinir frá þessu.