Hafa áhyggjur af sundlauginni í Árskógi

Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi öryggi í kringum sundlaugina í Árskógi, það er að vatn sé ekki í lauginni þegar hún er ekki í notkun. Lögð var fram tillaga þess efnis að hún yrði tæmd á milli þess sem hún er í notkun.

Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að sundlaugin í Árskógi verði tæmd eftir að sundkennslu lýkur þar í vor.