Hafa áhyggjur af skorti á búnaði í Múlagöngum

Vegagerðin á Akureyri hefur skrifað Bæjarráði Fjallabyggðar bréf varðandi ástand á Múlagöngum við Ólafsfjörð í samráði við Slökkviliðstjóra Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.

Fram kemur að þeir lýsa yfir miklum áhyggjum af skorti á búnaði í Múlagöngum til að tryggja aðkomu og stjórnun aðgerða á staðnum ef slökkvilið eða björgunarfólk þarf að koma fólki til aðstoðar inn í göngunum.
Bæjarráð Fjallabyggðar og telur einnig  að nauðsynlegt sé að ráðist verði í úrbætur hið fyrsta.  Óskað verður eftir því að málið verði tekið fyrir hjá Samgöngunefnd Alþingis með ósk um úrbætur sem allra fyrst.