Hættir eftir 38 ár sem starfsmaður Fjallabyggðar

Á vef Fjallabyggðar er greint frá því að Sigurður Friðriksson, starfsmaður Fjallabyggðar í samfelld 38 ár láti nú af störfum. Hann starfaði frá árinu 1979 fyrir sveitarfélagið, var í alls 29 ár sem starfsmaður og forstöðumaður sundlaugar Siglufjarðar. Hann starfaði einnig sem yfirmaður félagsmiðstöðvar og vinnuskóla í Fjallabyggð.