Hætta með hafragrautinn í Dalvíkurskóla

Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að frá og með 1. mars 2017 verði hafragrautur ekki lengur í boði á þessu skólaári í Dalvíkurskóla en staðan verði endurmetin fyrir upphaf næsta skólaárs. Ávaxtaáskrift verður óbreytt út skólaárið. Þessi ákvörðun kemur eftir kynningu Gísla Bjarnasonar, skólastjóra Dalvíkurskóla, en hann sagði frá reynslunni af því að bjóða nemendum upp á hafragraut á þessu skólaári.  Aðeins 12% nemenda Dalvíkurskóla nýta sér tilboð um morgunverð. Farið var að bjóða upp á grautinn og ávexti í upphafi árs 2016 og nýtti þá meirihluti nemenda sér tilboðið.