Hætta leigu íþróttasals til barnaafmæla vegna umgengi
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að útleigu á íþróttasal Grunnskóla Fjallabyggðar undir barnaafmæli verði hætt. Salurinn yrði þó áfram leigður út fyrir íþróttatengda viðburði. Fram kemur í fundargerð nefndarinnar að síðustu 2-3 ár hafi eftirspurn eftir útleigu íþróttasals grunnskólans fyrir barnaafmæli farið vaxandi. Umgengni um salinn hafi verið misjöfn og misvel gengið frá sem hefur kallað á aukna ræstingu og vinnu utan dagvinnutíma með tilheyrandi kostnaði.
Bæjarráð Fjallabyggðar mun taka lokaákvörðun um málið.