Hætt við lokahóf Fjarðargöngunnar

Lokahóf Fjarðargöngunnar í Ólafsfirði hefur verið slegið af vegna dræmrar þátttöku.  Búið er að leggja 10 km hring og liggur hann að hluta til um götur Ólafsfjarðar.  Veðurspáin mætti vera betri, en gangan mun fara fram á laugardaginn. Ef veður verður mjög slæmt verður hringurinn styttur. Þetta kemur fram á upplýsingasíðu göngunnar.

Dagskrá:

Föstudagur:
kl. 20:00 – 21:00 Skíðaskálinn Tindaöxl: Afhending númera.
Laugardagur:
kl. 08:00 – 10:30 Íþróttahús Ólafsfjarðar opnar:
Þar verða afhent númer, veittar upplýsingar, smurningsaðstaða í íþróttasalnum og aðgangur að salerni.
kl. 10:00 Íþróttahús Ólafsfjarðar: Fundur um brautina, skiptingar o.fl.
kl. 11:00 Start.
kl. 16:00 Tjarnarborg: Kaffisamsæti og verðlaunaafhending fyrir keppendur og starfsfólk.
Sundlaugin á Ólafsfirði verður opin til kl 16:00