Hætt við Héraðsmót í blaki á Siglufirði

Tilkynnt hefur verið að Héraðsmóti VÍS í blaki sem fara átti fram um helgina á Siglufirði hafi verið aflýst. Von var á 23 liðum, frá BF, KA og Völsungi. Keppa átti undir í U14 ára flokkum í venjulegu blaki og kasta og grípa blaki.

Fjölmargir krakkar á Akureyri eru í sóttkví vegna covidsmita sem hafa náð í grunnskólana og er það mögulega að hafa áhrif á þessa tímasetningu.