Hætt við Fljótamótið í ár

Tilkynning frá Ferðafélagi Fljóta.
Kæra skíðagöngufólk.
Okkur aðstandendum Fljótamótsins þykir leitt að tilkynna að mótið verður ekki haldið í ár. Þrátt fyrir að sóttvarnarreglur hafi verið rýmkaðar er ljóst að við getum ekki haldið mótið með þeim hætti sem við helst vildum. Við höfum lagt metnað í að mótið sé fyrst og fremst fjölskyldumót með áherslu á samveru allra aldurshópa og kaffihlaðborði á Ketilási. Með núverandi takmörkunum á samkomuhaldi verður það ekki framkvæmanlegt.
Til að koma til móts við þá sem ætla að heimsækja Fljótin um Páskana hyggjumst við leggja troðin skíðagönguspor eftir því sem veður og aðstæður leyfa. Nánari upplýsingar um vegalengdir og staðsetningu verða birtar hér í Páskavikunni.
Þökkum veittan stuðning á liðnum árum.