Hætt verður að útnefna Bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2015

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur ákveðið að hætta tilnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar, en árið 2014 verði það síðasta með því sniði.  Í staðinn á að veita viðurkenningu fyrir störf í menningarmálum í Fjallabyggð.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar mun þó taka endanlega ákvörðun um málið.