Hæsti hitinn á Siglufirði

Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifaði um hitabylgju gærdagsins á bloggi sínu. Þar segir hann:

Hiti fór í 17,6 stig á Siglufirði nú í kvöld (Gærkvöld) og í 10 stig eða meira á 48 stöðvum í byggð (af 107). Siglufjarðarhitinn er landsdægurmet og reyndar hæsti hiti sem nokkru sinni hefur mælst á landinu fyrstu 26 daga marsmánaðar. Þetta er annað landsdægurmetið í mánuðinum – sem þó hefur ekki verið neitt sérlega hlýr, er nú 0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára í Reykjavík, en -0,4 undir því á Akureyri.”

Siglufjörður

Heimild: trj.blog.is.