Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að styrkur til Björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði, Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði og Kiwanisklúbbsins Skjaldar á Siglufirði vegna flugeldasýninga og brenna á gamlárskvöld og á þrettándanum verði hækkaður úr kr. 250.000 í kr. 300.000. Samningar hafa verið gerðir til þriggja ára og komið að endurnýjun.