Hægt að leigja allt skíðasvæðið í Tindastól til einkanota

Skíðasvæðið í Tindastól við Sauðárkrók hefur auglýst að hægt sé að taka svæðið á leigu til einkanota í samráði við forstöðumann svæðisins. Einn dagur í leigu yrði 250.000 kr. á virkum degi, en 500.000 kr. á laugardegi eða sunnudegi. Inn í leiguverði yrði allur skíðabúnaður og lyftukort auk léttra veitinga.

Tindastoll

 

 Ljósmynd: Facebooksíða Tindastóls.