Umferðin á Hringveginum í nýliðnum júlímánuði jókst um 2,6 prósent sem er minni aukning en verið hefur undanfarin ár. Nú má reikna með að umferðin á Hringveginum í ár aukist um 3 prósent sem er minni aukning en verið hefur. Vegagerðin greinir frá þessu.
Umferð í nýliðnum mánuði jókst um 2,6% yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, borið saman við sama mánuð á síðasta ári. Þetta er minnsta aukning í júlí mánuði frá árinu 2012, en telst engu að síður nokkur aukning en mætti telja hæfilega.
Mest jókst umferð um lykilteljara á Suðurlandi eða um 9,3% en 2,4% samdráttur mældist um lykilteljara á Norðurlandi.
Gert er ráð fyrir hóflegri aukningu í umferð á Hringvegi eða um 3%. Búist er við því að umferðin aukist mest á Suðurland eða um 6% en standi í stað á Norðurlandi þ.e.a.s. að engin aukning verði þar.