Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Akureyri

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Akureyri mánudaginn 18. desember næstkomandi og er verkefnið fyrir leikmenn fædda 2004 og 2005. Hópur stúlkna æfir klukkan 15:00 – 16:30 (mæting 14:45) og hópur drengja æfir 16:30 – 18:00 (mæting 16:15).  Æfingarnar fara fram í Boganum undir stjórn Þorláks Árnasonar.

Tveir drengir úr KF og eins stúlka úr KF eru boðuð á æfingarnar. Þetta eru þau Jón Frímann Kjartansson, Frímann Geir Ingólfsson og Steinunni S. Heimisdóttir. Aðrir koma frá KA, Þór, Völsung, Tindastóli, Hvöt, Dalvík og Kormák.

Nánari upplýsingar á vef KSÍ.is