H-listinn opnar kosningaskrifstofur

H-listinn verður með kosningaskrifstofur bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði. Á Siglufirði verður skrifstofa á Hvanneyri og í Ólafsfirði við Kirkjuvegi 6. Skrifstofurnar opna mánudaginn 21. maí. Opnunartími á Siglufirði kl. 13-16 og í Ólafsfirði kl. 16-19.  Opið verður þriðjudag til fimmtudag frá kl. 16:30-18:30. Opnunartími fyrir föstudaginn 25. maí og laugardaginn 26. maí verður auglýst nánar síðar.

Heitt á könnunni og boðið verður uppá vöfflur með rjóma.