Næstkomandi laugardag, 27. ágúst, verður Gústa guðsmanns minnst með örstuttri samveru á Siglufirði, en 29. ágúst hefði hann orðið 125 ára gamall.
Gert er ráð fyrir að hittast kl. 13.30 við gröf hans, efst í gamla kirkjugarðinum, og fara þaðan niður að styttunni á Ráðhústorgi. Á báðum stöðum verða sögð nokkur orð.
Að þessu búnu verður farið í Bátahúsið, þar sem rætt verður um Gústa og verk hans og orðið gefið frjálst. Léttar veitingar verða í boði. Gert er ráð fyrir að stundinni ljúki kl. 16.00.
 
Daginn eftir, sunnudaginn 28. ágúst, kl. 14.00, verður hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju vegna 90 ára vígsluafmælis hennar. Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, prédikar. Guðsþjónustan verður tekin upp og henni útvarpað hálfum mánuði síðar á Rás 1.
Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu, í boði Systrafélagsins.
Texti: Aðsend fréttatilkynning.
Myndir: Magnús Rúnar Magnússon/Héðinsfjörður.is