Gunnar Már Magnússon kominn í Dalvík/Reyni

Félagaskiptaglugginn opnaði í gær og Dalvík/Reynir hafa fengið liðstyrk í 3. deildinni, en liðið hefur byrjað Íslandsmótið vel á góða möguleika að komast upp í 2. deild.

Gunnar Már Magnússon er kominn aftur í Dalvík/Reyni, en hann er 31 árs og á 237 meistaraflokksleiki með Leiftur/Dalvík, Dalvík/Reyni og Hvíta Riddaranum. Hann lék með Dalvík á árunum 2003-2015. Hann hefur skorað 65 mörk í þessum 237 leikjum í meistaraflokki og á eftir að styrkja lið Dalvíkur/Reynis í lokaumferðum Íslandsmótsins.

Þá er Ingólfur Árnason farinn aftur til Hugins á Seyðisfirði, en hann hefur leikið með Dalvík/Reyni frá marsmánuði 2018.  Hann lék fimm leiki með Dalvík/Reyni í ár og skoraði 1 mark. Hann lék einnig með liðinu árið 2013 í 2. deildinni og lék 23 leiki og skoraði 3 mörk. En lengst af hefur hann spilað fyrir Hugann.