Gunnar Birgisson tefldi í beinni

Gunnar Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar tefldi í beinni útvarpsútsendingu í vikunni, en alþjóðlega samvinnuverkefnið Reitir hefur haft útsendingar á útvarpi Trölla í Fjallabyggð. Gunnar tefldi við Arnljót Sigurðsson, og vann bæjarstjórinn skákina. Verkefnið Reitir er á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði.

11692708_857508174341536_8584940022140529741_n_640Ljósmynd: Reitir.com