Gunnar Birgisson ráðinn áfram til 4 ára

Samþykkt hefur verið að ráða Gunnar Inga Birgisson sem bæjarstjóra Fjallabyggðar til ársins 2022. Gunnar verður 71 árs í haust og verður því á 75 ára þegar kjörtímabilinu lýkur. Fulltrúar H-listans sátu hjá við atkvæðagreiðslu um ráðningu bæjarstjóra. Gunnar hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2015 og þykir hafa staðið sig vel og komið stórum málum áfram fyrir sveitarfélagið.