Gunnar Birgisson mættur til vinnu eftir hjartaaðgerð

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar er mættur aftur til vinnu eftir nokkra mánaða veikindaleyfi eftir hjartaaðgerð.  Gunnar sat fund bæjarráðs Fjallabyggðar nú í vikunni og er tekinn við bæjarstjórastólnum aftur.  Gunnar var  hætt kominn síðastliðið haust þegar hjartaloka rifnaði.  Hann fór í bráðahjartaaðgerð í lok september, nokkrum dögum fyrir 70 ára afmælið sitt. Gunnar var heppinn og fékk sjúkrabíl á Siglufirði sem keyrði honum til Akureyrar þar sem hann var svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem Bjarni Torfason skar hann upp og skipti um hjartaloku.

Gunnar tók við sem bæjarstjóri Fjallabyggðar í byrjun árs 2015 en mjög líklegt er að nýr aðili setjist í stólinn eftir kosningar í vor.