Gunnar Birgisson gefur kost á sér áfram

Gunnar Ingi Birgisson starfandi bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur gefið kost á starfskröftum sínum áfram eftir þetta kjörtímabil. Tillaga sjálfstæðismanna í Fjallabyggð er að hann verði endurráðinn sem bæjarstjóri ef flokkurinn fær til þess brautargengi.  Gunnar var ráðinn bæjarstjóri Fjallabyggðar í janúar 2015. Gunnar verður 71 árs 30. september 2018.