Gunnar áfram bæjarstjóri í nýjum meirihluta í Fjallabyggð

Jafnaðarmenn í Fjallabyggð og Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð hafa stofnað til meirihlutasamstarfs í Fjallabyggð. Málefnasamningur milli framboðanna tveggja var samþykktur af Jafnaðarmannafélagi Fjallabyggðar og fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð í kvöld.

Steinunn María Sveinsdóttir oddviti Jafnaðarmanna verður áfram formaður bæjarráðs og Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins verður forseti bæjarstjórnar.

Gunnar Ingi Birgisson verður áfram bæjarstjóri Fjallabyggðar.

grodursetning_steinunn