Björgvin Daði Sigurbergsson keppti í frjálsum íþrópttum í dag fyrir Ungmennafélagið Glóa á Siglufirði í þremur greinum á Aldursflokkamóti UMSE á Akureyri. Vann hann til gullverðlauna í 600 metra hlaupi í sínum flokki, 14-15 ára stráka, en þar er hann á yngra ári. Hann hljóp á tímanum 1:35.98 mín. sem er bæði félagsmet hjá UMF Glóa og siglfirskt aldursflokkamet og er einnig fjórði besti tími sem 14 ára strákur hefur hlaupið á frá upphafi á landinu samkvæmt afrekaskrá Frjálsíþróttasambandsins.

Á morgun munu fleiri keppendur UMF Glóa keppa í frjálsum íþróttum.

Þetta kemur fram á heimasíðu Ungmennafélagsins Glóa.