Vetur konungur ætlar að minna á sig á morgun, sunnudaginn 14. maí en veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Norðurlandi. Búast má við vetrarfærð á fjallvegum Norðanlands í nótt og á morgun þar sem veður er kólnandi með slyddu eða snjókomu.
Frá veðurfræðingi:
Kólnar í nótt og gerir talsvert hret, einkum vestantil á Norðurlandi og á norðanverðum Vestfjörðum. Snjóar á fjallvegum, allt að 20 sm á Holtavörðuheiði. Á láglendi verður krapi eða bleytusnjór. Áfram kalt og horfur á meiri snjó á mánudagsmorgun. Skyggni getur orðið mjög takmarkað og hálka líkleg.