Guðsþjónustur í Skagafirði og jólaböll
Guðsþjónustur í kirkjum Skagafjarðar eru með hefðbundnum hætti á Aðfangadag.
Hátíðarguðsþjónustur í kirkjum Skagafjarðar á aðfangadag jóla.
- Aftansöngur jóla í Sauðárkrókskirkju kl. 18:00.
- Hátíðarguðsþjónusta í Hofsósskirkju kl. 18:00.
- Hátíðarmessa í Glaumbæjarkirkju kl. 21:30.
- Miðnæturmessa í Víðimýrarkirkju kl. 23:00.
- Hátíðarguðsþjónusta í Miklabæjarkirkju kl. 23:00.
- Miðnæturmessa í Sauðárkrókskirkju kl. 23:30.
- Söngvar á Jólanótt í Hóladómkirkju kl. 23:30.
Á annan í jólum er jólaball á Ketilási sem hefst kl. 15:00. Þann 28. desember er jólaball Lionsklúbbs Sauðárkróks og Lionsklúbbsins Bjarkar í sal Fjólbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki sem hefst kl. 17:00. Jólaball kvenfélaga Lýtingsstaða- og Seyluhrepps er í Miðgarði 29. desember kl. 14:00 og jólaballið í Höfðaborg 30. desember kl. 17:00.
Flugeldasala björgunarsveitanna í Skagafirði hefst miðvikudaginn 28. desember.