Guðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju kl. 11:00

Á morgun, sunnudaginn 9. maí, verður almenn guðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju. Þar verður sumrinu fagnað og mæðradeginum. Í öllum athöfnum þar mega nú koma saman 100 manns, samkvæmt úrskurði sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra.
Fólk er þó beðið um að vera með grímu og passa upp á tveggja metra fjarlægðarmörkin.
Vinsamlegast athugið að guðsþjónustan verður kl. 11.00 að þessu sinni, en ekki 17.00 eins og venja er alla jafna.