Guðrún Hauksdóttir nýr formaður bæjarráðs Fjallabyggðar

Breytingar hafa orðið í bæjarráði Fjallabyggðar en Sigríður Guðrún Hauksdóttir hefur verið kosin sem nýr formaður bæjarráðs Fjallabyggðar og skiptir um sæti við Helgu Helgadóttur sem verður varamaður í bæjarstjórn. Aðrir aðalmenn eru óbreyttir en það eru Nanna Árnadóttir I- lista varaformaður og Jón Valgeir Baldursson H – lista. Til vara eru Helga Helgadóttir D-lista, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir I – lista og Helgi Jóhannsson H-lista.

Þá er breyting einnig í fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar, en þar  verður Helga Helgadóttir formaður í stað Sigríðar Guðrúnar Hauksdóttur. Varamaður verður S. Guðrún Hauksdóttir í stað Maríu Lillýjar Jónsdóttur.