Úrslitakvöld hæfileikakeppninnar Fiðrings 2023 fór fram í gærkvöldi í Hofi á Akureyri. Listamenn framtíðarinnar blómstruðu á sviðinu. Sigurvegari kvöldsins var hins vegar Grunnskóli Fjallabyggðar.

Atriðið skólans heitir Seinna er of seint og fjallar um áhrif hlýnun jarðar.

Nemendur þátttökuskólanna höfðu samið sitt eigið atriði og æft af kappi alla vorönnina undir handleiðslu leiðbeinanda þar sem mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og lýðræðisleg vinnubrögð. Nemendur sáu alfarið um listræna útfærslu hvað varðar búninga, leikmynd, sviðshreyfingar, ljós og hljóð.

Til hamingju krakkar !