Grunnskóli Fjallabyggðar sigraði Fjármálaleika árið 2022 og fær titilinn Íslandsmeistari í Fjármálaleikum grunnskóla 2022. Um 800  nemendur í 32 grunnskólum víðsvegar á landinu tóku þátt. Árgangur 10. bekkjar í þremur efstu sætunum fá peningaverðlaun auk þess sem sigurvegarinn, Grunnskóli Fjallabyggðar, mun tilnefna tvo nemendur til að taka þátt í rafrænni Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer 10. maí næstkomandi.

Grunnskóli Fjallabyggðar hafnaði í sömu keppni í fyrra í 5. sæti og 7. sæti árið á undan, því er um góða bætingu að ræða á milli ára.

Frábær árangur hjá Grunnskóla Fjallabyggðar.

Úrslit:

  1. Grunnskóli Fjallabyggðar
  2. Eskifjarðarskóli
  3. Vogaskóli
  4. Hrafnagilsskóli
  5. Austurbæjarskóli
  6. Árskóli
  7. Árbæjarskóli
  8. Tjarnarskóli
  9. Áslandsskóli
  10. Háaleitisskóli Reykjanesbæ