Keppendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar munu keppa í kvöld á lokakeppni Skólahreystis og verður keppnin sýnd í beinni útsendingu á Rúv. Unglingadeild skólans fór til Reykjavíkur til að hvetja liðið áfram. Keppt er í Laugardalshöll og hófst útsending kl. 20.

Gera má ráð fyrir hátt í fimmþúsund áhorfendum í Laugardalshöllinni.